Ung kona myrt af lögreglumanni á heimili hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 16:51 Atatiana Jefferson lést fyrir hendi lögreglumanns á heimili hennar. twitter/NAACCP Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma. Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma.
Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent