Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 16:23 Sturgeon ræddi við Andrew Marr hjá BBC One. Getty/Jeff J Mitchell Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon. Bretland Brexit Skotland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon.
Bretland Brexit Skotland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira