Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 16:23 Sturgeon ræddi við Andrew Marr hjá BBC One. Getty/Jeff J Mitchell Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon. Bretland Brexit Skotland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon.
Bretland Brexit Skotland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira