Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við starfsmenn Reykjalundar sem segja andrúmsloftið óbærilegt eftir að stjórnin ákvað að reka forstjórann og framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingar voru sendir heim í dag eftir að starfsmenn töldu sér ekki fært að sjá um þá vegna ástandsins. Einnig verður rætt við stjórnarformann SÍBS en öll spjót beinast að honum.
Setning Hringborðs Norðurslóða var í dag og hefur fréttamaður Stöðvar 2 fylgst með dagskránni í dag. Sýnt verður frá helstu ávörpum, meðal annars ávarpi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sem nefndi þó ekki loftslagsbreytingar á nafn í ávarpi sínu.
Einnig verður fjallað um ellefu hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri sem hefur verið rætt mikið meðal bæjarbúa undanfarna viku og fáum við að sjá teikningar af byggingunni.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2024-10-16T140619.694Z-njardvik.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144710.008Z-thor.png)