Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2019 15:31 Búið er að vísa kjaradeilu SÍS við Eflingu og SGS til ríkisáttasemjara, sem er til húsa í Borgartúni 21. vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35
Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00