Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þar fjöllum við einnig um ákæru sem gefin hefur verið út á hendur Engilberti Runólfssyni, sem verið hefur umsvifamikill verktaki á Akranesi en er nú ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.

