Neysla á orkudrykkjum aukist um 150 prósent hjá framhaldsskólanemum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2019 20:00 22 prósent framhaldsskólanema sögðust neyta orkudrykkja daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan: Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan:
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent