Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:02 Skrifstofur KPMG í Reykjavík eru staðsettar í Borgartúni. Vísir/vilhelm Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30