Nú verður hann alltaf hluti af henni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:53 Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt. Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira