Bayern og Juventus í 16-liða úr­­slitin | Juventus skoraði 300. Meistara­­deildar­­markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski fagnar í kvöld.
Lewandowski fagnar í kvöld. vísir/getty
Bayern München er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Olympiacos á heimavelli í kvöld.

Bayern ákvað að sparka Niko Kovac úr stjórastólnum á sunnudaginn eftir 5-1 útreið gegn Frankfurt á útivelli og því stýrði Hans-Dieter Flick liðinu til bráðabirgða í kvöld.

Það tók sinn tíma fyrir Bæjara að brjóta niður Grikkina en fyrsta markið kom ekki úr óvæntri átt. Það skoraði Robert Lewandowski eftir að Kingsley Coman nánast þrumaði boltanum í hann og inn.

Varamaðurinn Ivan Perisic bætti svo við öðru markinu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir athyglisverða varnartilburði gestanna. Lokatölur 2-0.

Bayern er því komið áfram í 16-liða úrslitin en Olympiacos er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina í riðlinum.







Í Moskvu voru Juventus mættir í heimsókn og mættu þar heimamönnum í Lokamotiv. Aaron Ramsey kom Juve yfir strax á 4. mínútu en það var mark númer 300 hjá Juventus í Meistaradeildinni. Fimmta liðið til að skora 300 mörk.







Adam var ekki lengi í paradís því átta mínútum síðar jafnaði Aleksey Miranchuk metin. Sigurmarkið skoraði hins vegar Douglas Costa í uppbótartíma og tryggði Juventus 2-1 sigur.

Juventus er með tíu stig á toppi riðilsins, Atletico Madrid í öðru með sjö, Lokamotiv með þrjú og Leverkusen á botninum án stiga en Atletico og Leverkusen mætast síðar í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira