Innlent

Vara við glærahálku í nótt og í fyrramálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Vegagerðin varar við því að mikil hálka myndist líklega á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og í fyrramálið. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kólna muni í nótt og fyrsta á blautum vegum.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður frost víðsvegar um landið á næstu dögum. Það verður þó minna og jafnvel frostlaust á Sunnanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

„Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í kvöld. Slydda eða snjókoma með köflum SA-lands, en él á N- og A-landi.

Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum og við SA-ströndina á morgun, annars hægari. Bjart með köflum, en snjókoma eða él SA-til. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við ströndina á S-verðu landinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×