Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 21:00 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós fyrir vinstribeygjur voru sett þar upp. stöð 2 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira