Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira