Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:00 Helena segir algengt að foreldrar upplifi tímabil þar sem þeir sjái ekki tilgang með lífinu lengur vísir/sigurjón Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira