„Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 18:45 Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01