Allir björguðust úr íbúðarhúsinu sem brann á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 11:15 Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag. Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag.
Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01