Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:46 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30