Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:27 Ólafur Þór Ævarsson. Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35
Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49