Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:27 Ólafur Þór Ævarsson. Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35
Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49