Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi.

Rætt verður við samgönguráðherra í beinni útsendingu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við íslenska konu sem er komin til Albaníu til að sinna hjálparstarfi eftir mannskæðan jarðskjálfta og menntaskólanema sem vinna að heimildarmynd um mengandi áhrif samfélagsmiðla. Opnað var fyrir umsóknir úr nýjum loftslagssjóði í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×