RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2019 12:48 Ríkisútvarpið vill fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Nú ber svo við að Brynjar stendur með RUV í því en Helga Vala segir að með þessu sé farið á svig við lög. Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels