Jafnt á Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Liverpool tókst ekki að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld því liðið gerði jafntefli við Napólí á heimavelli.

Heimamenn urðu fyrir áfalli eftir tuttugu mínútna leik þegar Fabinho þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það varð svo verra þegar Dries Mertens kom Napólí yfir á 21. mínútu og Virgil van Dijk virtist hafa meiðst.

Það tók myndbandsdómara nokkrar mínútur að staðfesta markið, hvort Mertens hefði verið rangstæður, en svo var ekki. Á þeim tíma náði van Dijk að hrista af sér meiðslin og gat haldið áfram leik.

Heimamenn voru í vandræðum með að brjóta aftur vörn Napólí en á 65. mínútu skoraði Dejan Lovren eftir hornspyrnu James Milner.

Stuttu síðar hefði Liverpool getað fengið vítaspyrnu þegar Kalidou Koulibaly virtist brjóta á Mohamed Salah en ekkert var dæmt. Hvorugt lið náði að finna sigurmark og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Liverpool er með 10 stig á toppi riðilsins, Napólí er með 9 stig og Salzburg 7. Liverpool mætir Salzburg í síðustu umferðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira