Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið Sindra M. Stephensen í stöðu lektors við lagadeild háskólans.
Í tilkynningu frá skólanum segir að Sindri hafi áður starfað sem aðstoðarmaður forseta EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.
„Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu einkunn árið 2014 og lauk viðbótarmeistaraprófi með ágætiseinkunn í lögfræði frá Oxford-háskóla árið 2017. Þá var hann gestafræðimaður við lagadeild Berkeley háskóla í Kaliforníu árið 2018. Hann starfaði á Juris lögmannsstofu áður en hann var ráðinn til EFTA-dómstólsins, auk þess sem hann sinnti stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.
Sindri hefur skrifað níu ritrýndar fræðigreinar um lögfræði, m.a. á sviði réttarfars, skattaréttar, stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Hann hefur haldið fyrirlestra á ráðstefnum og fyrir sérfræðinga um lagaleg álitaefni auk þess að hafa komið að skrifum á kennsluriti í almennri lögfræði. Væntanleg er útgáfa fræðirits eftir hann um réttarfar Félagsdóms í byrjun næsta árs hjá bókaútgáfunni Fons Juris,“ segir í tilkynningunni.
Sindri frá EFTA-dómstólnum og í HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent
