Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Brak úr vopnum og drónum frá árásinni. Vísir/Getty Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00