Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 21:28 Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira