Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ og tvö lið í vandræðum mætast í Grindavík Arnar Björnsson skrifar 21. nóvember 2019 17:30 Jakob og félagar í KR taka á móti Njarðvík. vísir/bára Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti