Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 19:50 WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk. Vísir/Hafsteinn James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu, að því er fram kemur á forsíðu namibíska dagblaðsins Namibian Sun á morgun. Sun birtir forsíðuna á Twitter þar sem fram kemur að Hatuikulipi hafi sagt af sér stjórnarformennsku. Í síðustu viku var Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, sagðir hafa óskað eftir því að Hatuikulipi yrð leystur frá störfum ásamt forstjóra Fishcor, Mike Nghipunya. Á forsíðunni er einnig haft eftir Bennet Kangumu, sem tekið hefur við stjórnarformennsku Fishcor tímabundið, að ekki sé fyrirhugað að segja forstjóranum upp störfum á næstunni.#frontpage#metropolitanpic.twitter.com/KY1cLUFnwo — Namibian Sun (@namibiansun) November 20, 2019 Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Er Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku þeirra í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta á miðum landsins. 14. nóvember 2019 23:52 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu, að því er fram kemur á forsíðu namibíska dagblaðsins Namibian Sun á morgun. Sun birtir forsíðuna á Twitter þar sem fram kemur að Hatuikulipi hafi sagt af sér stjórnarformennsku. Í síðustu viku var Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, sagðir hafa óskað eftir því að Hatuikulipi yrð leystur frá störfum ásamt forstjóra Fishcor, Mike Nghipunya. Á forsíðunni er einnig haft eftir Bennet Kangumu, sem tekið hefur við stjórnarformennsku Fishcor tímabundið, að ekki sé fyrirhugað að segja forstjóranum upp störfum á næstunni.#frontpage#metropolitanpic.twitter.com/KY1cLUFnwo — Namibian Sun (@namibiansun) November 20, 2019 Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Er Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku þeirra í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta á miðum landsins. 14. nóvember 2019 23:52 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku þeirra í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta á miðum landsins. 14. nóvember 2019 23:52
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20