Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Frá framkvæmdunum á leiðinni inn í Langadal. Ferðafélag Íslands Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira