Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 18:30 Tólf þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi. Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. Í dag eru um 53 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir og talið að það hlutfall muni hækka á komandi árum. Lögin um líkbrennslu kveða á um að koma skuli öskunni í duftker sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Leita þarf til sýslumanns til að fá að dreifa ösku, en þá aðeins yfir öræfi eða sjó liggi ótvíræð ósk hins látna fyrir. Þessu vill Bryndís Haraldsdóttir breyta og hefur lagt frumvarp þess efnis fyrir Alþingi sem þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokknum styðja. „Ég vil gefa dreifingu ösku frjálsa. Mér finnst eðlilegt að taka þessi lög til endurskoðunar og auka frjálsræði þannig að fólk geti leyft sér að dreifa öskunni á fleiri stöðum og jafnvel merkja staðinn þar sem öskunni er dreift. Það þekkist á Norðurlöndunum í kringum okkur. Öskunni er mögulega dreift í fallegum skógarlundi og fólk getur sett minningarplatta á tré,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Stuðningsmönnum dreift á Old Trafford Hún segir lögin í dag býsna úrelt. Íslendingar ganga harðast fram í reglum í kringum þetta sé litið til Norðurlandanna. „Svo þekkjum við það úr kvikmyndum frá Bandaríkjunum, þar virðast reglurnar ekki vera miklar ef einhverjar. Á Bretlandseyjum hefur gallhörðum stuðningsmönnum verið dreift yfir heimavöll Manchester United, Old Trafford. Þetta er mjög mismunandi milli landa en hér erum við í ansi gömlum og íhaldssömum lagaramma sem ég tel tímabært að breyta.“Verður þá hægt að dreif ösku hvar sem er á Íslandi? „Kannski, en auðvitað verður ösku ekki dreift í garðinum heima hjá þér nema þú leyfir það. Grunnurinn að þessu er að ósk hins látna fái að ráða og auðvitað þarf að gæta virðingar þegar ösku er dreift og það er tekið á því í frumvarpinu.“Mætti geyma ömmu á arinhillunni Í lögunum í dag er bannað að geyma duftker annars staðar en í líkhúsi. „Í frumvarpinu er þetta gefið frjálst þannig að ekki verður gerð krafa um að kerið verði grafið eða dreift, það má líka varðveita öskuna. Við sjáum það auðvitað sums staðar erlendis að það er hefð fyrir að vera með ömmu uppi á arinhillu og samkvæmt frumvarpinu eins og það er í dag yrði það heimilt.“ Alþingi Kirkjugarðar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tólf þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi. Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. Í dag eru um 53 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir og talið að það hlutfall muni hækka á komandi árum. Lögin um líkbrennslu kveða á um að koma skuli öskunni í duftker sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Leita þarf til sýslumanns til að fá að dreifa ösku, en þá aðeins yfir öræfi eða sjó liggi ótvíræð ósk hins látna fyrir. Þessu vill Bryndís Haraldsdóttir breyta og hefur lagt frumvarp þess efnis fyrir Alþingi sem þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokknum styðja. „Ég vil gefa dreifingu ösku frjálsa. Mér finnst eðlilegt að taka þessi lög til endurskoðunar og auka frjálsræði þannig að fólk geti leyft sér að dreifa öskunni á fleiri stöðum og jafnvel merkja staðinn þar sem öskunni er dreift. Það þekkist á Norðurlöndunum í kringum okkur. Öskunni er mögulega dreift í fallegum skógarlundi og fólk getur sett minningarplatta á tré,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Stuðningsmönnum dreift á Old Trafford Hún segir lögin í dag býsna úrelt. Íslendingar ganga harðast fram í reglum í kringum þetta sé litið til Norðurlandanna. „Svo þekkjum við það úr kvikmyndum frá Bandaríkjunum, þar virðast reglurnar ekki vera miklar ef einhverjar. Á Bretlandseyjum hefur gallhörðum stuðningsmönnum verið dreift yfir heimavöll Manchester United, Old Trafford. Þetta er mjög mismunandi milli landa en hér erum við í ansi gömlum og íhaldssömum lagaramma sem ég tel tímabært að breyta.“Verður þá hægt að dreif ösku hvar sem er á Íslandi? „Kannski, en auðvitað verður ösku ekki dreift í garðinum heima hjá þér nema þú leyfir það. Grunnurinn að þessu er að ósk hins látna fái að ráða og auðvitað þarf að gæta virðingar þegar ösku er dreift og það er tekið á því í frumvarpinu.“Mætti geyma ömmu á arinhillunni Í lögunum í dag er bannað að geyma duftker annars staðar en í líkhúsi. „Í frumvarpinu er þetta gefið frjálst þannig að ekki verður gerð krafa um að kerið verði grafið eða dreift, það má líka varðveita öskuna. Við sjáum það auðvitað sums staðar erlendis að það er hefð fyrir að vera með ömmu uppi á arinhillu og samkvæmt frumvarpinu eins og það er í dag yrði það heimilt.“
Alþingi Kirkjugarðar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda