Fyrrverandi flugmenn gramir Ari Brynjólfsson skrifar 30. nóvember 2019 07:00 Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair voru kyrrsettar í mars á þessu ári. Stefnt er að því að þeim verði flogið á ný í mars á næsta ári. Fréttablaðið/Anton Brink Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. „Okkur er sagt upp á þeim forsendum að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair, stuttu seinna er tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Þetta er sárt,“ segir fyrrverandi flugmaður hjá Icelandair. Fréttablaðið hitti flugmenn sem eru úr hópi þeirra 87 sem var sagt upp 25. september síðastliðinn. Þeir segja kergju í hópnum en að það myndi skaða atvinnumöguleika til frambúðar ef þeir stigju fram undir nafni, en fram kom í tilkynningu frá Icelandair á sínum tíma að vonast sé til að ráða þá sem flesta aftur næsta vor. „Við skildum það í sumar þegar við vorum færð niður í 50 prósent starf frá desember til apríl. Við erum tryggir starfsmenn og viljum ekki gera neitt annað,“ segir einn flugmannanna. Frá því að þeim var sagt upp hafa þeir haft mikinn tíma til að velta stöðu sinni fyrir sér. „Í stað okkar er Icelandair að leigja fullmannaðar vélar að utan og er að fjárfesta í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum.“ Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vilja sjá flugmennina aftur í fullu starfi en staðreyndin sé sú að forsendur hafi gjörbreyst. „Þegar Icelandair gekk frá því var gert ráð fyrir að MAX 8-vélarnar væru að komast í gagnið á fjórða ársfjórðungi. Það var gert ráð fyrir fimm nýjum vélum frá Boeing í vor sem koma ekki,“ segir Örnólfur. Varðandi samninginn um 50 prósent starf frá desember segir Örnólfur að honum hafi verið sagt upp samhliða. „Þegar Icelandair stendur frammi fyrir því að þurfa að segja upp miklu fleira fólki en gert var ráð fyrir þá var þeim samningi sagt upp með sama þriggja mánaða fyrirvaranum.“ Umfangið sé mun minna en gert var ráð fyrir og þar af leiðandi sé minni þörf á mannskap. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig umfangið verður næsta sumar. Alls eru 800 flugmenn í FÍA, þarf af eru rúmlega 450 starfandi hjá Icelandair. Örnólfur segir að í vetur séu 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair í sumar ekki með vinnu í vetur. Ekki hafa fengist viðbrögð frá Icelandair þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í nýlegri tilkynningu frá félaginu segir að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair rauk upp meðan Bogi og Eva kynntu uppgjörið Búið er að bókfæra hluta Boeingbótanna en flugfélagið áætlar þó að kostnaður vegna innleiðingar og gagnsetningar vélanna komi fram eftir áramót. 1. nóvember 2019 11:45 Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. „Okkur er sagt upp á þeim forsendum að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair, stuttu seinna er tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Þetta er sárt,“ segir fyrrverandi flugmaður hjá Icelandair. Fréttablaðið hitti flugmenn sem eru úr hópi þeirra 87 sem var sagt upp 25. september síðastliðinn. Þeir segja kergju í hópnum en að það myndi skaða atvinnumöguleika til frambúðar ef þeir stigju fram undir nafni, en fram kom í tilkynningu frá Icelandair á sínum tíma að vonast sé til að ráða þá sem flesta aftur næsta vor. „Við skildum það í sumar þegar við vorum færð niður í 50 prósent starf frá desember til apríl. Við erum tryggir starfsmenn og viljum ekki gera neitt annað,“ segir einn flugmannanna. Frá því að þeim var sagt upp hafa þeir haft mikinn tíma til að velta stöðu sinni fyrir sér. „Í stað okkar er Icelandair að leigja fullmannaðar vélar að utan og er að fjárfesta í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum.“ Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vilja sjá flugmennina aftur í fullu starfi en staðreyndin sé sú að forsendur hafi gjörbreyst. „Þegar Icelandair gekk frá því var gert ráð fyrir að MAX 8-vélarnar væru að komast í gagnið á fjórða ársfjórðungi. Það var gert ráð fyrir fimm nýjum vélum frá Boeing í vor sem koma ekki,“ segir Örnólfur. Varðandi samninginn um 50 prósent starf frá desember segir Örnólfur að honum hafi verið sagt upp samhliða. „Þegar Icelandair stendur frammi fyrir því að þurfa að segja upp miklu fleira fólki en gert var ráð fyrir þá var þeim samningi sagt upp með sama þriggja mánaða fyrirvaranum.“ Umfangið sé mun minna en gert var ráð fyrir og þar af leiðandi sé minni þörf á mannskap. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig umfangið verður næsta sumar. Alls eru 800 flugmenn í FÍA, þarf af eru rúmlega 450 starfandi hjá Icelandair. Örnólfur segir að í vetur séu 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair í sumar ekki með vinnu í vetur. Ekki hafa fengist viðbrögð frá Icelandair þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í nýlegri tilkynningu frá félaginu segir að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair rauk upp meðan Bogi og Eva kynntu uppgjörið Búið er að bókfæra hluta Boeingbótanna en flugfélagið áætlar þó að kostnaður vegna innleiðingar og gagnsetningar vélanna komi fram eftir áramót. 1. nóvember 2019 11:45 Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Icelandair rauk upp meðan Bogi og Eva kynntu uppgjörið Búið er að bókfæra hluta Boeingbótanna en flugfélagið áætlar þó að kostnaður vegna innleiðingar og gagnsetningar vélanna komi fram eftir áramót. 1. nóvember 2019 11:45
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57