Saka hvort annað um að misskilja málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Birgir Ármannsson þingmenn virðast misskilja hvort annað. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur. Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur.
Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira