Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa til styrktar átaki UNICEF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2019 19:00 Einar Hansberg ræðir við Arnar Björnsson. mynd/stöð 2 Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa
Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira