Björgólfur Thor á von á 30 milljarða arðgreiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson í Davos í upphafi árs 2018. Getty/Bloomberg Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna. Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna.
Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30