Ný og risavaxin leiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Kína var tekin í notkun í dag. Leiðslan er rúmlega sex þúsund kílómetra löng og mun flytja 38 milljarða rúmmetra jarðgass til Kína á hverju ári.
Þetta skref þykir til marks um sífellt nánara samband Rússlands og Kína en bæði ríkin eiga nú í erfiðum deilum við Bandaríkin.
Forseti Kína hafði þetta að segja við opnunarathöfnina í dag: „Jarðgasleiðslan til austurs er verkefni sem er táknrænt fyrir mikilvægi samvinnu Kína og Rússlands og það er einnig ímynd samvinnu sem gagnast báðum aðilunum.
Nánara samstarf Rússa og Kínverja
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar