Lífið

Eftir­minni­legasta jóla­minningin: Beygði sig yfir kerti og skeggið fuðraði upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargar skemmtilegar jólasögur.
Fjölmargar skemmtilegar jólasögur.

Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins.

Síðustu gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Svörin voru vægast sagt skemmtileg og voru sögurnar mjög misjafnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru:  Egill Ásbjarnarson, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eva Ruza Miljevic, Steinþór Hróar Steinþórsson, Frosti Logason, Lína Birgitta Sigurðardóttir og Auðunn Blöndal.

Til að mynda sagði Steindi söguna þegar hann var fengin á forsíðu Æskunnar fyrir jólin og það sem lítil stelpa. Vala Kristín gaf eitt sinn vinkonu sinni heldur slæma jólagjöf. Jóhannes Haukur kveikti í sér á aðfangadag, Auddi tók sturlað frekjukast og margt fleira.

Einkalífið snýr aftur á Vísi og Stöð 2 Maraþon eftir áramót.


Tengdar fréttir

„Ástarsorg er viðbjóður“

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum.

Lygilegar bransasögur með Steinda

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. Steindi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“

Skilnaðurinn styrkti sambandið

Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×