Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 08:57 Guðmundur Andri telur umsókn Svanhildar Hólm, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, athyglisvert uppátæki. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“ Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15