Sportpakkinn: Tvö á toppnum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 19:00 Dusan Vlahovic fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Fiorentina á móti Internazionale en fyrir vikið komst Juve upp að hlið Inter. Getty/Gabriele Maltinti Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira