Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:11 Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22