Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:11 Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22