Hægasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Tom Brady, var léttur er hann horfði á leik Baltimore og NY Jets síðustu nótt þar sem fljótasti leikstjórnandi deildarinnar, Lamar Jackson, var í stuði.
Jackson fór mikinn og bætti met Michael Vick yfir flesta hlaupajarda leikstjórnanda á einu tímabili. Það sem meira er þá eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu.
Me vs Lamar, 40 Yard Dash on natural grass but he has to wear rollerblades. Who’s buying the PPV?
— Tom Brady (@TomBrady) December 13, 2019
Brady hefur aðeins hlaupið 1.035 jarda á öllum ferlinum sem er minna Lamar hefur hlaupið bara í vetur.
Þessi áskorun Brady er augljóslega lauflétt grín hjá húmoristanum annálaða en hann stingur upp á því að spretturinn fari fram á grasi og Lamar verði á hjólaskautum.