Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 09:15 Jerry Nadler og Mitch McConnell. Vísir/AP Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. Jerold Nadler, formaður nefndarinnar, tók þessa ákvörðun óvænt og brugðust Repúblikanar í nefndinni reiðir við þessum fregnum. Repúblikanar höfðu varið öllum deginum í að krefjast breytinga sem var ætlað að binda enda á ákæruferlið. Fundurinn einkenndist af deilum, frammíköllum og móðgunum. Nadler sagði fundinn í gær hafa verið langan og klukkan væri orðin margt. Hann vildi að þingmenn hugsuðu sinn gang og að atkvæðagreiðslan myndi fara fram í dag. Enn er fastlega búist við því að nefndin, þar sem Demókratar eru í meirihluta, muni samþykkja ákærurnar og fulltrúadeildin öll muni greiða atkvæði um þær í næstu viku.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsEkkert þinghald er vestanhafs í dag og höfðu margir meðlimir nefndarinnar ekki áætlað að vera í þinghúsinu. Einhverjir ætluðu sér í ferðalög, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Nadler tilkynnti frestun atkvæðagreiðslunnar urðu Repúblikanar reiðir, eins og áður hefur komið fram. Douglas A. Collins, leiðtogi Repúblikana í nefndinni, sakaði Demókrata um athyglissýki og sagði einu ástæðuna fyrir frestuninni vera að hann vildi að atkvæðagreiðslunni yrði sjónvarpað um allt landið. Repúblikanar skömmuðust yfir því að Demókratar höfðu svikið samkomulag þeirra á milli um að greiða atkvæði um ákærurnar í gær. Heimildarmenn Washington Post innan Demókrataflokksins segja ekkert slíkt samkomulag hafa verið til staðar. Báðar hliðar hafi þó samþykkt að ljúka fundinum fyrir fimm í gær, að staðartíma.Repúblikanar hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að draga úr nefndarfundinum með endalausum breytingartillögum og því hafi fundinum verið frestað og var það gert klukkan 11:15 að kvöldi til. Trump er fjórði forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem stendur frammi fyrir ákærum fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldLeiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að enginn þingmaður flokksins gangi til liðs við Demókrata í ákæruferlinu og samkvæmt Politico telja þeir að það hafi tekist. Allar breytingartillögur Repúblikana voru til marks um það felldar eftir flokkslínum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, var í viðtali á Fox News í gærkvöldi, þar sem hann staðhæfði að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“. Réttarhöld gegn Trump munu fara fram í öldungadeildinni og sagðist McConnell vonast til þess að enginn þingmaður hans myndi greiða atkvæði með ákærunum. McConnell sagði einnig að allt sem hann myndi gera varðandi réttarhöldin yrði í samráði við Hvíta húsið og lögmennina sem koma að vörnum Trump. „Það verður enginn munur á stöðu forsetans og stöðu okkar, varðandi það hvernig við munum meðhöndla þetta,“ sagði McConnell um réttarhöldin þar sem öldungadeildarþingmenn eiga að vera nokkurskonar kviðdómendur. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. Jerold Nadler, formaður nefndarinnar, tók þessa ákvörðun óvænt og brugðust Repúblikanar í nefndinni reiðir við þessum fregnum. Repúblikanar höfðu varið öllum deginum í að krefjast breytinga sem var ætlað að binda enda á ákæruferlið. Fundurinn einkenndist af deilum, frammíköllum og móðgunum. Nadler sagði fundinn í gær hafa verið langan og klukkan væri orðin margt. Hann vildi að þingmenn hugsuðu sinn gang og að atkvæðagreiðslan myndi fara fram í dag. Enn er fastlega búist við því að nefndin, þar sem Demókratar eru í meirihluta, muni samþykkja ákærurnar og fulltrúadeildin öll muni greiða atkvæði um þær í næstu viku.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsEkkert þinghald er vestanhafs í dag og höfðu margir meðlimir nefndarinnar ekki áætlað að vera í þinghúsinu. Einhverjir ætluðu sér í ferðalög, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Nadler tilkynnti frestun atkvæðagreiðslunnar urðu Repúblikanar reiðir, eins og áður hefur komið fram. Douglas A. Collins, leiðtogi Repúblikana í nefndinni, sakaði Demókrata um athyglissýki og sagði einu ástæðuna fyrir frestuninni vera að hann vildi að atkvæðagreiðslunni yrði sjónvarpað um allt landið. Repúblikanar skömmuðust yfir því að Demókratar höfðu svikið samkomulag þeirra á milli um að greiða atkvæði um ákærurnar í gær. Heimildarmenn Washington Post innan Demókrataflokksins segja ekkert slíkt samkomulag hafa verið til staðar. Báðar hliðar hafi þó samþykkt að ljúka fundinum fyrir fimm í gær, að staðartíma.Repúblikanar hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að draga úr nefndarfundinum með endalausum breytingartillögum og því hafi fundinum verið frestað og var það gert klukkan 11:15 að kvöldi til. Trump er fjórði forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem stendur frammi fyrir ákærum fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt.Sjá einnig: Þingmenn vilja stutt réttarhöldLeiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að enginn þingmaður flokksins gangi til liðs við Demókrata í ákæruferlinu og samkvæmt Politico telja þeir að það hafi tekist. Allar breytingartillögur Repúblikana voru til marks um það felldar eftir flokkslínum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, var í viðtali á Fox News í gærkvöldi, þar sem hann staðhæfði að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“. Réttarhöld gegn Trump munu fara fram í öldungadeildinni og sagðist McConnell vonast til þess að enginn þingmaður hans myndi greiða atkvæði með ákærunum. McConnell sagði einnig að allt sem hann myndi gera varðandi réttarhöldin yrði í samráði við Hvíta húsið og lögmennina sem koma að vörnum Trump. „Það verður enginn munur á stöðu forsetans og stöðu okkar, varðandi það hvernig við munum meðhöndla þetta,“ sagði McConnell um réttarhöldin þar sem öldungadeildarþingmenn eiga að vera nokkurskonar kviðdómendur.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent