Sigurvegarar Kraumsverðlaunanna 2019 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. desember 2019 17:15 Sigurvegararnir á verðlaunaafhendingunni í kvöld. kraumur Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kraumsverðlaunin voru afhent á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 17 í dag. Sex plötur voru valdar af Kraumslistanum, sem telur 25 plötur. Voru þær valdar úr rúmlega 350 íslenskum plötum sem dómnefnd rýndi í. Verðlaunin eru veitt íslenskum hljómplötum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Eftirfarandi plötur hlutu Kraumsverðlaunin 2019: Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Umslög platnanna sem hlutu verðlaunin í ár. Athygli vekur að sigurplöturnar í ár eru allar eftir konur, að undanskildri plötu Bjarka. Vestfirska tvíeykið Between Mountains gaf út sína fyrstu plötu í ár, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli síðan þær sigruðu Músíktilraunir árið 2017. Teknógúrkutröllið Bjarki er líklega fremstur meðal íslenskra jafningja en er þó miklu þekktari erlendis heldur en heima fyrir. Gáskafulla pönksveitin Gróa gaf út sína aðra plötu í ár þrátt fyrir að þær stöllur séu ekki enn skriðnar yfir tvítugt. Þær og k.óla eru hluti listahópsins post-dreifingar, en Allt verður alltílæ er einnig önnur plata k.óla, sem er listamannsnafn tónsmíðanemans Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hlökk er listahópur skipaður þeim Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Lilju Maríu Ásmundsdóttur and Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hulduhljóð er myndræn plata úr þeirra smiðju. Sunna Margrét, sem var áður meðlimur Bloodgroup, gerir sveimandi en brotakennda raftónlist, og blandar henni iðulega við innsetningar og aðra myndræna framsetningu á tónleikum sínum. Hlusta má á vel valin lög af hverri plötu fyrir sig hér að neðan.Between Mountains - Between Mountains Bjarki - Happy Earthday Gróa - Í glimmerheimi Hlökk - Hulduhljóð K.óla - Allt verður alltílæ Sunna Margrét - Art of History
Tónlist Tengdar fréttir Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kraumslistinn 2019 birtur 25 íslenskar hljómplötur sem skarað hafa fram úr á árinu valdar úr rúmlega 350. 3. desember 2019 14:30