Steven Gerrard segir sigur Rangers á Celtic vera þann besta á ferli hans sem knattspyrnustjóri.
Rangers vann 2-1 sigur á erkifjendum sínum og minnkaði þar með muninn á milli liðanna á toppi deildarinnar niður í tvö stig.
„Núna líður mér eins og þetta sé besti sigurinn,“ sagði Gerrard en bætti svo við: „En ég vil ekki taka neitt frá því að við komumst upp úr riðli í Evrópudeildinni sem var í Meistaradeildar-gæðaflokki.“
„Celtic er frábært lið. Þeir eru með raðsigurvegara í sínu liði.“
„Þetta er stórt augnablik fyrir liðið og félagið því það hefur farið í gegnum mikinn sársauka hér á þessum velli.“
Þetta var fyrsti sigur Rangers á heimavelli Celtic síðan árið 2010.

