Sky Sports heldur því fram að David Moyes muni taka við starfi knattspyrnustjóra West Ham.
Manuel Pellegrini var rekinn frá West Ham í gærkvöld eftir tap liðsins fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
West Ham er aðeins stigi frá fallsæti í deildinni og hefur liðinu gengið mjög illa síðustu vikur.
David Moyes hefur verið hjá West Ham áður, en hann bjargaði liðinu frá falli tímabilið 2017-18. Pellegrini tók við starfi knattspyrnustjóra af Moyes vorið 2018.
Moyes hefur ekki verið í starfi knattspyrnustjóra síðan skammtímasamningur hans við West Ham rann út 2018.
Segja Moyes taka við West Ham
