Hertogahjónin af Sussex sendu frá sér jólakveðju nú á dögunum en þetta er þeirra fyrsta jólakveðja eftir að sonur þeirra Archie kom í heiminn í maí. Archie litli er því skiljanlega í ákveðnu aðalhlutverki á myndinni.
Jólakort fjölskyldunnar var birt á Twitter-síðu styrktarsamtanna The Queen‘s Commonwealth Trust sem þau hjónin eru í forsvari fyrir. Samtökin vinna að því að efla unga leiðtoga til þess að breyta heiminum.
Hjónin eyða nú jólunum í Kanada og munu því ekki taka þátt í hefðbundnum hátíðarhöldum konungsfjölskyldunnar í ár.
Á jólakortinu óska þau öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári frá litlu fjölskyldunni. Archie er þar fyrir miðju á meðan foreldrarnir horfa stoltir á hann í bakgrunni.
Just sharing the sweetest Christmas Card from our President and Vice-President, The Duke and Duchess of Sussex. Very Merry Christmas, everyone! pic.twitter.com/McOcHALoGl
— The Queen's Commonwealth Trust (@queenscomtrust) December 23, 2019