Erlent

Hvatti Breta til að hugsa til ofsóttra kristinna manna

Í jólaávarpi sínu hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, samlanda sína um að hugsa til þeirra kristnu manna sem ofsóttir eru vegna trúar sinnar víða um heim. Johnson sagði ríkisstjórn sína standa með því kristna fólki og sagðist munu berjast fyrir því að fólk fengi að iðka sína trú óáreitt. Sky greinir frá.

Þá þakkaði Johnson heilbrigðisstarfsfólki, löggæslu og herafla Bretlands sérstaklega.

„Á meðan að við njótum jólanna skulum við hugsa til þeirra sem taka ekki frí til þess að þjónusta okkur hin,“ sagði Johnson.

„Sem þjóð skulum við líta til baka á árið sem er að líða og bíðum eftir því góða sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Johnson og hvatti Breta til þess að njóta jólahátíðarinnar og reyna að forðast rifrildi við tengdafjölskylduna eftir mesta megni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×