„Allt of mikið framleitt í heiminum“ Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:45 „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla.“ Vísir/Getty Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30