Vita ekkert hvaðan dularfull olíumengun sem plagar strendur Brasilíu kemur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 23:30 Olíumengunin hefur fundist víða. Vísir/ EPA-EFE Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér. Brasilía Umhverfismál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér.
Brasilía Umhverfismál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira