Vita ekki enn af hverju maður hóf skothríð í kirkju í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2019 00:01 Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. AP/Yffy Yossifor Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira