1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 16:52 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Aðeins 1700 farþegar flugu með Icelandair í aprílmánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. Í apríl í fyrra flugu 318 þúsund farþegar með Icelandair og er samdrátturinn því 99% á milli ára. Heildarframboð minnkaði einnig um 97% á milli ára og þá var sætanýting félagsins 13% borið við 83,7% í apríl 2019. Þá fækkaði farþegum Air Iceland Connect einnig mikið á milli ára eða um 91% en fleiri flugu með Air Iceland Connect heldur en Icelandair í apríl, eða alls 1970 farþegar: „Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var rúmlega 1.970 í aprílmánuði og fækkaði um 91% á milli ára. Framboð minnkaði um 87% og var sætanýting 46,2% samanborið við 69% í apríl 2019. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 75% í marsmánuði. Fraktflutningar drógust minna saman, eða um 37%. Á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt og samdrætti í farþegaflugi verið mætt með auka ferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutning og verðmæti sjávarafurða og annarra útflutningsvara og flutt inn nauðsynjavörur til Íslands. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Icelandair Group einnig tekið að sér ýmis sérverkefni. Þar má nefna flutning á vörum frá Kína fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í samstarfi DB Schenker og og nú er flogið nær daglega með lækninga- og hjúkrunarvörur frá Kína til Þýskalands fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Þá eru auk þess nokkur samskonar flug frá Kína til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Þessi verkefni munu koma fram í flutningstölum fyrir maímánuð,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Aðeins 1700 farþegar flugu með Icelandair í aprílmánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. Í apríl í fyrra flugu 318 þúsund farþegar með Icelandair og er samdrátturinn því 99% á milli ára. Heildarframboð minnkaði einnig um 97% á milli ára og þá var sætanýting félagsins 13% borið við 83,7% í apríl 2019. Þá fækkaði farþegum Air Iceland Connect einnig mikið á milli ára eða um 91% en fleiri flugu með Air Iceland Connect heldur en Icelandair í apríl, eða alls 1970 farþegar: „Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var rúmlega 1.970 í aprílmánuði og fækkaði um 91% á milli ára. Framboð minnkaði um 87% og var sætanýting 46,2% samanborið við 69% í apríl 2019. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 75% í marsmánuði. Fraktflutningar drógust minna saman, eða um 37%. Á helstu flutningaleiðum hefur allt framboð verið að fullu nýtt og samdrætti í farþegaflugi verið mætt með auka ferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutning og verðmæti sjávarafurða og annarra útflutningsvara og flutt inn nauðsynjavörur til Íslands. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Icelandair Group einnig tekið að sér ýmis sérverkefni. Þar má nefna flutning á vörum frá Kína fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í samstarfi DB Schenker og og nú er flogið nær daglega með lækninga- og hjúkrunarvörur frá Kína til Þýskalands fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Þá eru auk þess nokkur samskonar flug frá Kína til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Þessi verkefni munu koma fram í flutningstölum fyrir maímánuð,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira