Sveitarfélögum fórnað á lífseigu altari skömmtunarkerfisins Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2020 07:30 Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun