Sveitarfélögum fórnað á lífseigu altari skömmtunarkerfisins Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2020 07:30 Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar