Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:09 Rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09