28 félagasamtök fá alls 55 milljónir vegna baráttunnar við Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 11:56 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari. Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari.
Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira